Sérsniðnar vefsíður

WP Vefhönnun sérhæfir sig í WordPress vefsíðugerð.

Allar okkar vefsíður eru snjallvænar og laga sig að mismunandi skjástærðum, spjaldtölvum og snjallsímum sem gerir það að verkum að vefsíðan verður aðgengileg öllum hvar og hvenær sem er. Við sérsníðum réttu veflausnina eftir þínum þörfum svo þú náir tilætluðum árangri á netinu.

WordPress vefumsjónarkerfið er stærsta og vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag. Það er einfalt, notendavænt, er í stöðugri þróun, hár öryggisstuðull og hægt að stilla á íslensku. Allar okkar vefsíður eru tengdar við Google Analytics.

Fyrirtæki á borð við CNN, Ford, Mozilla Firefox, Playstation, Samsung, Sony, Yahoo o.fl. nota WordPress vefumsjónarkerfið.

30% af öllum vefsíðum á heimsvísu í dag nota WordPress vefumsjónarkerfið.

vefverslun

WooCommerce vefverslunarkerfið er einfalt, notendavænt og öflugt kerfi sem lagar sig að öllum helstu skjástærðun, snjallsímum og spjaldtölvum. Vefverslunin hentar öllum þeim sem vilja selja hefbundnar vörur í gegnum netið. 28% allra vefverslana á netinu í dag eru WooCommerce.

Möguleikar:

 • Stofna vöruflokka.
 • Innsetning á vörum.
 • Afsláttarkóðar (coupon).
 • Mismunandi sendingarleiðir t.d. Pósturinn eða sækja í búð.
 • Greiðslumöguleikar (Borgun, Dalpay, Kortaþjónustan, Netgíró og Valitor).
 • Söluskýrslur.
 • Yfirsýn yfir pantanir.
 • Birgðahald.
 • Og margt fleira.

Taktu reksturinn með þér hvert sem er.

Greiðslugátt kortafyrirtækja

Greiðslugátt er örugg lausn við móttöku greiðslukorta á netinu.

 • Lausnin uppfyllir PCI DSS öryggisstaðlana.
 • Möguleiki á móttöku greiðslna í erlendum gjaldmiðlum.
 • Hægt að skoða hreyfingar og færslur.
 • Hægt að taka á móti debet- og kreditkortum.
 • Kortafyrirtækin sjá alfarið um öryggi greiðsluferilsins og meðhöndlun kortaupplýsinga en þannig losnar þú alfarið við áhættu sem fylgir meðhöndlun greiðslukortaupplýsinga á netinu.

Við tengjum þig við þitt kortafyrirtæki.

LEITARVÉLABESTUN (SEO)

Leitarvélabestun (Search engine optimization) er aðferð til að koma vefsíðum ofar í leitarniðurstöðum á leitarvélum s.s. Google, Yahoo og Bing án þess að greiða fyrir leitarniðurstöður (organic search).

Þættir sem hafa áhrif á sýnileika á leitarvélum skipta hundruðum og taka sífelldum breytingum.

Það er staðreynd að vefsíður finnast betur ef beitt er leitarvélabestun strax við hönnun til að hámarka sýnileika á leitarvélum. Með réttri meðhöndlun á leitarorðum, textum o.fl. á vefnum skorar hann betur á leitarvélum. Textinn þarf að vera vel skilgreindur, hnitmiðaður, tengjast fyrirtækinu og þeim vörum sem þú vilt koma á framfæri til að auka sýnileika vefsins.

Allar okkar vefsíður eru tengdar við Google Analytics (vefgreiningartól) sem er mjög góð leið til þess að fylgjast með öllum heimsóknum á vefsíðuna.

Leitarvélabestun (SEO) er langhlaup sem þarfnast reglulegrar athygli.

Vefumsjón

Við bjóðum upp á vefumsjón / vefstjóri sem er persónuleg og sérsniðin þjónusta að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Þjónusta í boði:

 1. Uppfærsla á WordPress vefumsjónarkerfum.
 2. Viðhald og uppfærslur á viðmóti.
 3. Vefhýsing, tölvupóstföng, afritun & SSL dulkóðun (https).
 4. Innsetning efnis á vefsíðu.
 5. Leitarvélabestun og eftirfylgni.
 6. Google Analytics & Google Adwords (PPC).
 7. Aðstoð í síma & tölvupósti.
 8. Og margt fleira …

Láttu okkur sjá um vefinn á meðan þú sinnir rekstrinum.

VEFHÝSING

Við sérhæfum okkur í WordPress vefhýsingu ásamt umsjón vefsvæða. Vefhýsingin er rekin í öruggu umhverfi ISO 27001 vottuðum gagnaverum með hæstu öryggisstöðlum, öryggisgæslu Securitas 24/7, tvöfalt rafmagns- og net inntak og varaaflsstöðvar. Hýsingarlausnir okkar keyra á vélbúnaði frá viðurkenndum framleiðendum og þannig tryggjum við hámarks uppitíma, mikinn hraða og lágmarks svartíma.

 • Ótakmarkað diskapláss
 • Dagleg öryggisafritun
 • SSL dulkóðun
 • Mikill hraði
 • Ftp aðgangur
 • IMAP pósthólf
 • Hýsingarsalurinn á Íslandi með hæstu öryggisstöðlum
 • Öryggisgæsla Securitas 24/7

Sérþekking á WordPress vefhýsingum, umsjón og rekstri!